58. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Ögmund Jónasson (ÖJ), kl. 09:40
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 10:40. Birgitta Jónsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir boðuðu forföll vegna veikinda. Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:00
Á fundinn komu Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Unnur Orradóttir Ramette, Finnur Þór Birgisson, Helga Hauksdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestir fóru yfir svar fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn nefndarinnar um hvert væri hugsanlegt tjón ef Ísland færi út af innri markaði Evrópusambandsins fyrir fjármálaþjónustu og svöruðu frekari spurningum um málið.

Hlé gert á fundi kl. 10:00 - 10:30.

3) Eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum. Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 10:30
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun og Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Helga fór yfir minnisblað Persónuverndar um ábendingahnapp um bótasvik hjá Tryggingastofnun og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Vigdísi Evu, Sveini og Þóri.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10